- Advertisement -

Stórleikur í Gullregni

Eftir  að hafa séð kvikmyndina Gullregn er eitt og annað sem kemur í hugann. Fyrst er hið viðkvæma mál sem er tekið fyrir. Misheppnuð kona finnur sér ótal leiðir til að svíkja út örorkubætur. Í myndinni sannast enn og aftur að glæpir borga sig ekki og að upp komast svik um síðir.

Vel er úr þessu unnið. Myndin er allt. Sorgleg, fyndin, hlý og köld. Vel hefur tekst til. Erfið saga er sögð af gætni. Handritið, umgjörð og annað er til fyrirmyndar.

Upp úr stendur sterkur leikur. Þar  standa Sigrún Edda Björnsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir fremstar. Báðar eru þær hreint ótrúlega góðar. Ég sá leikritið þegar það var  sýnt í Borgarleikhúsinu. Sigrún Edda var góð þá en er mun betri í myndinni. Á hreinan stórleik. Halldóra var frábær í sviðsuppsetningunni. Og er það svo sannanlega líka í myndinni.

Aðrir leikara standa sig líka vel. Hin pólska Karolina Gruszka er mjög góð sem og Hallgrímur Óskarsson.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: