- Advertisement -

Börn borgarinnar á vergangi

Það er ekki oft sem er hægt að taka undir skrif Davíðs Oddssonar á Mogganum. Nú er það svo. Í leiðara dagsins segir:

„Þarna er einn af grunn­skól­um borg­ar­inn­ar kom­inn á ver­gang, bein­lín­is vegna van­rækslu borg­ar­yf­ir­valda á grunn­skyld­um sín­um. Málið er ekki ný­fram­komið, held­ur var mygl­an mallandi í Foss­vogs­skóla árum sam­an, börn að veikj­ast og verða af námi vegna óskilj­an­legs áhuga­leys­is, doða og sleif­ar­lags hjá stjórn­end­um á veg­um borg­ar­inn­ar, þar sem bæði stjórn­mála­menn og emb­ætt­is­menn borg­ar­inn­ar virt­ust vona að málið leyst­ist af sjálfu sér og kölluðu um­kvart­an­ir for­eldra móður­sýki. Og þrátt fyr­ir allt sem á und­an er gengið virðast öll viðbrögð borg­ar­inn­ar enn miðast við að koma sér und­an ábyrgð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: