- Advertisement -

Hvers vegna ekki jólagjafir í Tjarnabíói?

Katrín Baldursdóttir, Flokki fólksins, vill fá upplýsingar um hvernig jólagjöf til starfsmanna jólin 2018 og 2019 var nýtt en hún var gjafakort á sýningar í Borgarleikhúsinu. „Hjá Reykjavíkurborg vinna um 10.000 einstaklingar og hefur Reykjavíkurborg gefið starfsmönnum sínum jólagjafir undanfarin þrjú ár. Gjöfin hefur verið gjafakort í Borgarleikhúsið. Ekki liggja fyrir nýtingartölur gjafakortsins og fýsir borgarfulltrúa Flokks fólksins eftir að fá upplýsingar um þær fyrir síðustu tvö ár.“

Þá spyr Kolbrún af hverju Tjarnarbíó kom ekki til greina sem jólagjöf til starfsmanna jólin 2018 og 2019? „Jólagjöfin til starfsmanna borgarinnar síðustu ár hefur verið gjafabréf í Borgarleikhúsið einungis. Þessi tvö leikhús, Borgarleikhúsið og Tjarnarbíó, eru bæði styrkt af borginni. Spurt er hvort ekki hefði þótt viðeigandi og eðlilegt þegar ákveðið var að gefa starfsfólki gjafabréf í Borgarleikhúsið að hafa Tjarnarbíó einnig með t.d. sem valmöguleika? Bjóða hefði m.t.t. starfsmönnum upp á að velja sér sýningu í Borgarleikhúsi eða sýningu í Tjarnarbíó.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: