- Advertisement -

1.200 milljóna leikskóli í stað klámbúðar

Borgin hefur ákveðið að kaupa húsnæðið það sem nú hýsir Adam og Evu að Kleppsvegi 150 til 152.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram svohljóðandi bókun: 

„Mikilvægt er að tryggja leikskólarými en jafnframt að gæta þess að húsnæði sé í lagi. Miðað við ástandslýsingu er húsnæðið í slæmu ástandi og er áætlaður frumkostnaður við standsetningu heilar 600 milljónir til viðbótar við kaupverðið. Heildarstærð áformaðs leikskóla eftir breytingar verður 1.064 m2 og áætlaður kostnaður 1.242.300.000 kr. Það eru um 1200 þúsund krónur á m2. Ekki liggur fyrir hver möguleg not á kjallara eru og er þetta því mjög hátt verð.“

Samkvæmt þessu er verðið hátt. Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins vill að tryggt verði að húsnæðið sé laust við myglu og raka.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: