- Advertisement -

Hvað varð um tapið af ferðaþjónustunni?

Vigdís Hauksdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.

Ekki er langt síðan að Reykjavíkurborg upplýsti um stórkostlegan fjárhagsskaða af ferðaþjónustu. Lögð hefur verið fram ný ferðamálastefna borgarinnar.

„Meirihlutinn í starfshópi um mótun ferðamálastefnu fyrir Reykjavíkurborg, með Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur formann borgarráðs í broddi fylkingar, komst að þeirri niðurstöðu með ábatagreiningu að kostnaður Reykjavíkurborgar vegna móttöku ferðamanna væri langtum hærri en tekjurnar. Átti þessi svokallaða ábatagreining að sýna fram á með ótrúlegum reiknikúnstum að beinar og óbeinar tekjur borgarinnar af ferðaþjónustu hafi numið u.þ.b. 10,5 milljörðum króna en kostnaður rúmum 18,7 milljörðum á árinu 2018.“

–        Vigdís Hauksdóttir í umræðu um ferðaþjónustu Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Meirihlutinn hafði áður bókað: „Ferðaþjónustustefna grundvallast á því að við viljum sjá lifandi, framsækna borgarmenningu og að einstök náttúra geri Reykjavík að eftirsóttum áfangastað. Að ferðaþjónustan ýti undir eflingu og uppbyggingu kraftmikillar borgar. Hún sé jákvæður drifkraftur sem þróist í sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menningu. Stafræn umskipti og sjálfbærar áherslur munu gera Reykjavík að snjallri, aðgengilegri og umhverfisvænni ferðamannaborg. Margir komu að gerð og vinnslu stefnunnar, þ.m.t. íbúar og hagaðilar, og eru þeim færðar miklar þakkir fyrir.“

Hér er ekkert gert til að draga úr því mikla tapi sem borgin hefur sagst bera af ferðaþjónustunni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: