- Advertisement -

Bréfberi gengur aftur

Gunnar Smári skrifar:

Fyrir síðasta hrun var þessi notaður af bönkunum til að hífa upp verð á allskonar fyrirtækjum (eða halda uppi, forða falli). Í rannsóknarskýrslu Alþingis kom fram hvernig þetta var gert. Bankarnir keyptu hlutabréf þegar hluthafar vildu forða sér til að forða verðfalli. Þegar þeir voru komnir með góðan slatta var einhver fundinn til að bera þessi bréf, kallaður bréfberi; bankinn lánaði í raun bréfin inn í nýtt félag með engu eigin fé. Bréfberinn tók því enga áhættu, gat efnast ef allt færi á besta veg en tapaði engu ef illa færi. Tapið átti að lenda á almenningi. Ekki beint fagnaðarefni að fyrrum bréfberar séu aftur skráðir fyrir stórum hlutum í fyrirtækjum á markaði. Í raun viðvörunarbjalla: Ef þú átt hlutabréf í Sýn ættirðu að selja. NÚNA.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: