- Advertisement -

Costco skelfir heildsalana

 

„Það er ljóst að menn leita nú leiða til að lækka verð á ákveðnum vörum…“, sagði Steinþór Skúlason, forstjóri SS, en fyrirtækið er umsvifamikið í heildsölu, flytur inn matvörur og sælgæti. Í sama streng tók Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Talað var við þá í Markaðnum.

Báðir segjast forstjóranir vinna að því að ná betri innkaupum, eða betra verði vegna komandi samkeppni við Costco.

Fyrir örfáum dögum birti Morgunblaðið frétt þar sem kemur að Ísland er með dýrustu löndum Evrópum. „Ísland er fjórða dýrasta land í Evrópu þegar kemur að innkaupum á matvöru, drykkjarvöru og tóbaki. Er landið um þriðjungi dýrara í þessu tilliti en meðaltal Evrópuríkja. Á toppinum trónir Sviss, því næst Noregur, svo Danmörk og loks Ísland. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt á vegum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins,“ segir þar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Skilja má sem að forstjórarnir íslensku hafi ekki kippst við þó vöruverð á Íslandi sé og hafi verið með því hæsta sem þekkist. Þeir virðast hafa látið það litlu skipta og lifað fínt með það, á þeim rólindismarkaði sem er hér. Það er ekki fyrr en ógn birtist að þeir kippast við.

Ósætti neytenda hefur greinilega ekki haft áhrif. Nú verður brugðist við. Þá loks, þegar Costco opnar sína verslun, kemur ávinningur neytenda í ljós og það er gott að heildsalar og kaupmenn þurfi að taka sig á. Ísland verður sýnilega ekki lengur rólindismarkaður örfárra vina.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: