- Advertisement -

Fólki verður smalað eins og lömbum til slátrunar

Nei að sjálfsögðu ekki, enda hefði það þýtt að mánaðarlegar afborganir af meðalhúsnæðisláni hefðu farið í allt að 500 þúsund á mánuði. 

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Hérna sést algjörlega hvers vegna það er bráðnauðsynlegt að banna verðtryggð húsnæðislán til einstaklinga og heimila. Ástæðan er einföld, en hún er sú að þegar Seðlabankinn og fjármálakerfið vill koma aftur vaxtaokrinu á, þá verður öllum þeim þúsundum heimila sem hafa náð að endurfjármagna sig á hóflegum óverðtryggðum vöxtum smalað eins og lömbum til slátrunar aftur inní verðtryggða lánaumhverfið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef þessi verðtryggðu lán verða bönnuð þá verða takmörk fyrir því hversu mikið hægt er að hækka óverðtryggða vexti, en greiðslugeta almennings og heimila  er takmörkunum háð.  En ef verðtryggð lánaform verður enn leyft að viðgangast í íslensku samfélagi þá verða heimilunum sem eru með óverðtryggð lán, skikkuð til að endurfjármagna sig með verðtryggðum lánum til að þau geti viðhaldið greiðslugetu sinni áfram.

Þetta blasir við að muni gerast ef vextir fara upp aftur og ætlar einhver að halda því t.d. fram að Seðlabankinn hefði hækkað stýrivextina í 18% í hruninu ef öll húsnæðislán hefðu verið óverðtryggð? 

Nei að sjálfsögðu ekki, enda hefði það þýtt að mánaðarlegar afborganir af meðalhúsnæðisláni hefðu farið í allt að 500 þúsund á mánuði. 

Það hefði nánast ekkert heimili haft greiðslugetu til að greiða slíka afborgun í hverjum mánuði og það hefðu ekki 10 þúsund manns mætt á Austurvöll til að mótmæla, heldur öll þjóðin.

Nú liggur fyrir að verðbólgan er farin aftur af stað, en í síðasta mánuði hækkaði neysluvísitalan um 0,46% sem þýðir að verðtryggðar skuldir heimilanna sem nema í heildina um 1800 milljörðum hækkuðu á einum mánuði um 82 milljarða.

Mitt mat er einfalt, það á og verður, að banna alfarið verðtryggð lán til heimila og einstaklinga til að fyrirbyggja að þeim þúsundum heimila sem hefur loksins tekist að brjótast út úr glæpalánaforminu sem verðtryggðu lánin eru, verði ekki smalað inní það glæpalánaform að nýju til þess eins að viðhalda greiðslugetu heimilanna til að fóðra okurvexti að nýju!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: