- Advertisement -

Neytendur gæti sín á tvöföldu verði

Neytendur „Mikilvægt er fyrir neytendur að fara vel yfir kassakvittanir.“ Þetta segir meðal annars í frétt á vefsíðu Neytendastofu. Tilefnið er að Neytendastofa kannaði samræmi á hillu og kassaverði og verðmerkingar í matvöruverslunum, byggingavöruverslunum og bensínstöðvum á Akureyri. Í átta af 22 fyrirtækjum kom fram misræmi á milli hillu- og kassaverð.

Semasagt, niðurstaðan er sú að meira en í þriðju hverri verslun er haft rangt við og það gerir að neytendur verða að skrifa hjá sér hilluverð hvers hlutar og bera síðan saman það verð og verðið á strimlinum. Þetta mun seinka innkaupunum talsvert, en samt eru neytendur settir í þetta hlutverk. Vantraust er milli verslana og neytenda.

Munar meira en 18 prósentum
Neytendastofa kannaði verðmerkingar hjá átta matvöruverslunum. Í þreumur verslunum voru verðmerkingar í fullkomnu lagi en það voru 10-11 Kaupangi, Bónus Langholti og Hagkaup Furuvöllum. Hjá fimm matvöruverslunum voru verðmerkingar ekki í lagi. Hjá Samkaup Hrísalundi, Samkaup Strax Borgarbraut, Samkaup Strax Byggðarvegi, Nettó Glerártorgi og Bónus Kjarnagötu. Talsvert var af óverðmerktum vörum við kassa, sælgæti, batteríum, kveikjurum og rakvélum einnig voru standar með bókum og sælgæti sérstaklega illa verðmerktir. Einingarverð vantaði á ýmsar vörur og auk þess var eitthvað um ósamræmi á milli hillu og kassaverðs. Mestu munaði 18,4 % á verði þegar komið var með vöruna á kassa.

Betra á bensínstöðvum
10 af 12 bensínstöðvar voru með allar verðmerkinga í lagi. Athugasemdir voru gerðar hjá Olís Tryggvabraut þar sem ósamræmi fannst milli hillu og kassaverðs og auk þess voru bækur, sælgæti, gos og kjötálegg óverðmerkt. Hjá N1 Hörgárbraut voru var eitthvað um að vörur væru vitlaust verðmerktar þegar komið var á kassa t.d handþurrkur, hreinsiefni og rafhlöður einnig vantaði verð á ýmsar vörur í versluninni. Það munaði hilluverð og kassaverðs, þar sem mest munaði var greitt 22,4% hærra verð á kassa.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þá var farið í Byko og Húsasmiðjuna, athugað var samræmi milli hillu og kassaverðs auk verðmerkinga almennt. Gerð var athugasemd við Húsasmiðjuna þar sem ósamræmi fannst milli hillu og kassaverðs og einnig var sælgæti við kassa óverðmerkt. Ekki var gerð nein athugasemd við Byko Óðinsnesi þar sem allar verðmerkingar voru í góðu lagi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: