- Advertisement -

Davíð segir Jóhönnu og Steingrím hafa verið haldin „súrrandi hatri“

…gera at­lögu að stjórn­ar­skrá…

Fyrir okkur sem eru hvorki innmúruð né innvígð getur verið ágætt að lesa Reykjavikurbréf Davíðs. Í blaði morgundagsins er einn kafli sem ber af öðrum og lýsir á snilldarlega hátt hugarfari ritstjóra Moggans. Þetta er svo geggjað:

„Eitt skrítn­asta fyr­ir­bæri þjóðmál­anna er árátt­an að endi­lega þurfi að breyta hér stjórn­ar­skránni þar sem hér varð efna­hags­leg­ur skell­ur eins og á Vest­ur­lönd­um. Hvergi ann­ars staðar hef­ur nokkr­um manni dottið í hug að þess vegna væri nauðsyn­legt gera at­lögu að stjórn­ar­skrá viðkom­andi lands. Aldrei hef­ur verið bent á eitt­hvað sem teng­ir stjórn­ar­skrána við að „hér varð hrun“. Jó­hanna og Stein­grím­ur töldu bæði að nú hefði þeim gef­ist óvænt tæki­færi sem aldrei kæmi aft­ur til að efna til óvild­ar og ófriðar sem nýta mætti gegn öllu því sem þau höfðu hat­ast við svo lengi.“

Næst spyr Davíð um stjórnarskrána og flokkinn sinn:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Birgir Ármansson hefur skilað fullkomnu verki, fyrir sinn flokk.

„En hvaða er­indi á Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í þetta verk sem á ekki aðra rót en í súrr­andi hatri þess­ara hjúa? Eina skýr­ing­in sem fæst út úr stjórn­kerf­inu er sú að það verði að auðvelda emb­ætt­is­mönn­um, sem nú ráða hvarvetna ferðinni, að af­sala full­veldi lands­ins í hlut­um, „þegar það er nauðsyn­legt“.“

Við vitum öll hvaða hlutverk Sjálfstæðisflokkurinn hefur í þessu máli. Hann kemur í veg fyrir allar breytingar á stjórnarskránni sem og þá stöðvar hann að tekin verði upp ný stjórnarskrá. Flokkurinn valdi Birgi Ármannsson í það hlutverk. Hann hefur skiað flokki sínum fullkomnum árangri. Auðvitað veit Davíð þetta. Hann er bara stundum með látalæti.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: