- Advertisement -

Dóttir mín og vinir Bjarna

Gylfi Ingvarsson skrifar:

Dóttir mín missti íbúðina sína í bankahruninu og það voru engin úrræði fyrir hana þrátt fyrir að umboðsmaður skuldara skoðaði mál hennar. Lífeyrissjóðurinn hirt íbúðina og hún heldur áfram að borga til sjóðsins. Það mátti ekki afskrifa neitt því engin úrræði átti við hana, sjóðurinn var með belti og axlabönd hann var varinn en hún varnarlaus. Hún varð að flytja út á land þar sem hún hafði ekki efni á að búa á Höfuðborgarsvæðinu með tvö börn og borga áfram til sjóðsins 60 þús á mánuði vegna íbúðar sem sjóðurinn hirti. Nú fá bankahrunsaðallinn sem fékk ómældar afskriftir að kaupa hlut í banka í eigu þjóðarinnar með afslætti. Allt í boði Bjarna og Kötu.

Enn og aftur sjáum við ekki nein úrræði fyrir einstæða móður sem missti allt sitt og hún skal svo halda áfram að borga og borga og skal ekki eiga neina von á mannsæmandi afkomu fyrir sig og sína.

Þetta er velferðarþjóðfélagið Ísland.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: