- Advertisement -

Ég er KR-ingur og mér er brugðið

Enn og aftur tapar KR illa. Verstur var leikur gærkvöldsins. Kannski var Kristinn Jónsson nógu góður til að geta komist í lið Vals. Aðrir alls ekki. Það er eitthvað slen yfir leikmönnum KR. Þá virðist alltaf vanta einn snúning eða fleiri.

Staða KR er alvarleg. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu er eina lið KR sem leikur í efstu deild. Sem er dökk staðreynd. Það verður að gera betur. Þetta er óviðunandi.

Hvort rétt sé að reka Rúnar Kristinsson er ég ekki viss um. Samt mun það koma til umræðu. Ljóst er að KR mun ekki vinna til verðlauna í sumar. Nú þarf að bjarga því sem bjargað verður og horfa til næsta árs. Áfram KR.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: