- Advertisement -

„Ég hef verið á þingi frá 2009“

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, ósátt með málfutning Álfheiðar Eymarsdóttur, sem mótmælir frumvarpi Liju Rafneyjar um breytingar á strandveiðum.

„Ég mótmæli því efni þessa frumvarps. Við verðum að breyta því,“ sagði varaþingmaður Pírata, Álfheiður Eymarsdóttir, þegar hún talaði um frumvarp um breytingar á strandveiðunum.

„Leyfum hverjum báti að eiga 12 örugga veiðidaga í hverjum mánuði. Gerum þá tilraun í sumar og metum svo árangurinn í haust. Veiðigeta strandveiðiflotans er ekki slík að þorskstofninn við Íslandsstrendur hrynji við þá tilraun. Enda er strandveiðum ofstjórnað hvort eð er. Það er heildaraflastýring. Nú er komin sóknarstýring ofan á hana. Það eru reglur um hvaða daga megi róa, reglur um hversu langur róðurinn má vera, reglur um hámarksafla í hverjum róðri. Það vantar bara reglur um hvernig báturinn má vera á litinn.“

Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, svaraði Álfheiði og virtist ekki beint sátt við framgöngu hennar.

„Ég hef verið á þingi frá 2009 og hef verið með strandveiðum frá upphafi,“ sagði hún minnti á reynslu sína af þingstörfum sem er mun meiri en Álfheiðar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Vinstri græn komu strandveiðum á, fyrst Steingrímur J. Sigfússon sem sjávarútvegsráðherra og síðar Jón Bjarnason,“ bætti Lilja við og hélt áfram.

„Þetta mál hlaut þegar á leið mikinn velvilja í landinu. Ekki voru allir jafn hrifnir af þessu fyrst en ég hef átt marga góða bandamenn á þingi sem vilja styrkja og efla strandveiðar. Þess vegna var mikið átak að ná öllu saman innan atvinnuveganefndar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: