- Advertisement -

Eiga líf­eyr­isþegar að bera skaðann af kosn­ingalof­orðum stjórn­mála­flokka?

Vilhjálmur Bjarnason:
„Það er allra verst að lýðsleikj­ur skuli kom­ast upp með skrum og lof­orð út yfir alla skyn­semi og nái kosn­ingu.“

„Sam­kvæmt síðustu birtu reikn­ings­skil­um ÍL-sjóðs er eigið fé sjóðsins nei­kvætt um 197 millj­arða. Þar kem­ur einnig fram að rík­is­sjóður er stór lán­taki hjá ÍL-sjóði. Lán rík­is­sjóðs nem­ur 197 millj­örðum. Lánið ber 0,87% verðtryggða vexti. Þannig að ekki bæt­ir sú lán­veit­ing stöðu sjóðsins,“ skrifar Vilhjálmur Bjarnason fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Mogga dagsins.

„Er það eðli­legt að líf­eyr­isþegar í land­inu beri þann skaða sem kosn­ingalof­orð stjórn­mála­flokka hafa í för með sér? Sér í lagi þegar lof­orðin hafa ekki fengið þing­lega meðferð? Það er dá­lítið ódýr lausn. Það að lán­taki breyti láns­kjör­um sér í vil á lang­tíma­samn­ingi eru ekki eðli­leg­ir viðskipta­hætt­ir. Sér­stak­lega þegar lán­veit­andi á að vera í góðri trú, án þess að und­ir­ferli sé að baki. „Bona fide.“

Þessi vonda staða kom skýrt fram í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar um Íbúðalána­sjóð, sem birt­ist árið 2013. Málið var kæft í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is af for­manni nefnd­ar­inn­ar og aðrir nefnd­ar­menn höfðu eng­an áhuga á mál­inu. Í fylgiskjöl­um með skýrsl­unni kem­ur fram af­neit­un fyr­rer­andi for­stjóra sjóðsins um þessa stöðu. Þar var aðeins eitt boðorð; að neita staðreynd­um þegar þær komu sér illa,“ skrifar Vilhjálmur.

„Það er allra verst að lýðsleikj­ur skuli kom­ast upp með skrum og lof­orð út yfir alla skyn­semi og nái kosn­ingu. Það að þeim sem vara við skuli út­skúfað og þurfa að greiða að lok­um er út úr öllu rétt­læti.

Þegar stjórn­ar­herr­ar stjórna illa er eðli­legt að kjós­end­ur borgi. Fólk hef­ur ekki ímynd­un­ar­afl til að skilja stjórn­mála­menn. Fólk er of sak­laust.“

Grein Vilhjálms er nokkuð lengri.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: