- Advertisement -

Eignatilfærsla frá fólki til fyrirtækja

Hvers vegna vill ríkisstjórnin ekki að fyrirtæki greiði styrkinn til baka ef þau rétta fljótt úr kútnum?

Oddný Harðardóttir skrifar:

Mér vitanlega er Ísland eina ríkið í heiminum sem réttir fyrirtækjum styrk til að segja upp fólki í glímunni við CPVID-19.

Hvers vegna vill ríkisstjórnin ekki að fyrirtæki greiði styrkinn til baka ef þau rétta fljótt úr kútnum?

Hvers vegna vilja þau ekki gera kröfur um að fyrirtæki færi loftlagsbókhald, einfalt og aðgengilegt?

Hvers vegna vilja þau alls ekki útiloka þá frá styrkjum sem hafa nýtt sér skattaskjól undanfarin þrjú ár?

Hvers vegna voru ekki sömu skilyrði fyrir hlutabótaleiðinni og uppsagnarleiðinni um hámarkslaun stjórnenda og eigenda?

Stjórnarflokkarnir voru tregir til að tryggja kjör starfsfólks við endurráðningu. Það var ekki fyrr en forseti ASÍ sendi bréf á alla alþingismenn og ég óskaði eftir sérstökum fundi í nefndinni að skilyrði voru sett um ráðningu á sömu kjörum og fyrir uppsögn, en aðeins ef endurráðið er innan við sex mánuðum eftir uppsögn. En tillaga mín um að ráða inn aftur eftir aldursröð eins og ASÍ lagði áherslu á, var felld.

Hverra hagsmuna er verið að gæta? Ekki launamanna svo mikið er víst. Og ekki almennings með slíkri eignatilfærslu frá almenningi til fyrirtækja.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: