- Advertisement -

Einar hafði samráð við hina borgarfulltrúa Framsóknar

Einar Þorsteinsson fundaði með öðrum borgarfulltrúum Framsóknar áður en hann sleit meirihlutasamstarfinu.

„Hann gerði það í samráði við okkur og við veittum honum okkar umboð til að slíta og fara í aðrar viðræður. Eins og fram hefur komið var mikill ágreiningur á milli þeirra flokka sem mynduðu þann meirihluta sem féll – einkum í dagvistunarmálum, rekstri borgarinnar, uppbyggingarmálum og skipulagsmálum,“ sagði Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, í samtali við Miðjuna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: