- Advertisement -

Einar vill borgarstjórastóllinn: „Það hafa allir áhuga á því að vera borgarstjóri“

„Ég held að allir oddvitar sem bjóða sig fram vilji komast í þá stöðu að geta haft sem mest áhrif og ég er einn af þeim. Það hafa allir áhuga á því að vera borgarstjóri ef þeir eru í borgarpólitíkinni held ég“,
segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borginni, um áhuga sinn á að verða borgarstjóri í nýjum meirihuta.

Einar ræddi möguleikana í meirihlutamyndun borgarstjórnar við Vísi. Hann vill ræða við oddvita allra flokka í Reykjavík í dag. Eins og áður segir hefur Einar áhuga á stóli borgarstjóra og telur stöðuna galopna. 

Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafa ákveðið að fylgjast að í viðræðum um myndun nýs meirihluta eftir að Vinstri Græn ákváðu að taka ekki þátt meirihlutasamstarfi.

Einar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætlar að hittast yfir kaffibolla í dag. „Í dag eru símtöl milli allra oddvita og það er gott. Ég vil heyra í öllum oddvitum flokkanna vegna þess að þetta verða vinnufélagar mínir næstu fjögur árin og ég legg áherslu á að fólk sé lausnamiðað í því að ná saman um málefnin. Þessi óformlegu samtöl sem eiga sér núna stað ganga út á að skoða hvaða fletir eru á samstarfi,“ segir Einar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: