- Advertisement -

„Hver er þessi Einar Þorsteinsson?“

„Hver er þessi Einar Þorsteinsson?,“ spyr samfélagsrýnirinn og Grindvíkingurinn Björn Birgisson í nýjustu færslu sinni á Facebook. Og þar svarar hann eigin spurningu með því að fara yfir feril oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem allra augu beinast að þessa dagana í tengslum við meirihlutaviðræður í borginni.

Í færslu sinni skrifar Björn hálfgerða nærmynd af Einar oddvita og fer yfir feril hans fram að nýafstöðnum sveitastjórnakosningum. Við skulum hleypa samfélagsrýninum að með greiningu sína:

„Hann fæddist á aðfangadag jóla 1978 og verður því 44ra ára um næstu jól.Sjónvarpsmaður, stjórnmálafræðingur, nýorðinn stjórnmálamaður og nýbakaður oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.

Einar var meðlimur í Sjálfstæðisflokknum á yngri árum og var um skeið formaður Týs, deildar ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi.Hann vann um árabil sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu og varð þar einkum kunnur sem stjórnandi Kastljóss.

Hann vakti athygli í fréttum og fréttatengdum þáttum fyrir beinskeytt viðtöl sín, en þótti alltaf mildari við hægri menn en þá róttækari. Flestir muna eftir lotunni sem hann ætlaði að jarða Sönnu Magdalenu og Sósíalistaflokkinn í, en uppskar fullnaðar ósigur og Sanna flaug síðan inn í borgarstjórn og Einar því nokkuð óvænt kominn á sama vinnustað og hún.

Einar hætti störfum hjá RÚV í janúar á þessu ári eftir að honum bauðst starf annars staðar.Hann kunngerði svo nokkuð óvænt í mars að hann vildi leiða lista Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum. Einar var síðan kynntur sem borgarstjóraefni Framsóknar í kosningunum þann 14. maí og það er hreint ekki svo ólíklegt að eitthvað fái hann að gæla við þann stól á kjörtímabilinu.

Í kosningunum vann Framsóknarflokkurinn fjóra borgarfulltrúa, en hafði ekki haft neinn eftir síðustu kosningar, enda alltaf verið meiri dreifbýlisflokkur og borgarflokkur.Gjarnan er því talað um flokkinn sem sigurvegara kosninganna.Einar er giftur Millu Ósk Magnúsdóttur, aðstoðarmanni heilbrigðisráðherra og fyrrum fréttamanni.Þau eignuðust son nýverið, en fyrir átti Einar tvær dætur frá fyrra hjónabandi.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: