- Advertisement -

Grasrótin vill að Einar taki borgarstjórastólinn: „Auðvitað sækist Framsókn eftir því að komast í áhrifastöður“

„Nú er staðan þessi að fram undan er að reyna að ná saman með einhverjum flokkum til þess að mynda meirihluta en ég hef alveg sagt skýrt að mér þykir ekkert skynsamlegt að setja fram einhverja afarkosti áður en viðræður hefjast og þannig er það nú bara. En auðvitað sækist Framsókn eftir því að komast í þær áhrifastöður sem geta skilað einhverjum árangri,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.

Í viðtali í Bítinu á Bylgjuni staðfesti Einar að grasrót flokksins vilja setja það fram sem skýlausa kröfu að hann fái borgarstjórastólinn allt kjörtimabilið. Í kosningabaráttunni lagði flokkurinn áherslu á breytingar í borginni og þegar Einar er spurður hvort það séu miklar breytingar verði Dagur áfram borgarstjóri svarar hann:

„Já, þetta er bara góður punktur hjá þér.“

Framsóknarfólk í borginni ræddi stöðu mála á fjölmennum fundi í gærkvöld en einungis einn raunhæfur möguleiki er til staðar í meirihlutamyndun í borginni eftir að Samfylking, Píratar og Viðreisn tóku ákvörðun um að ganga bundin til viðræðna. Grasrót flokksins í Reykjavík kallar eftir því að gerð verði skýlaus krafa borgarstjórastólinn allt næsta kjörtímabil fari flokkurinn í formlegar meirihlutaviðræður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: