- Advertisement -

Dagur vill laga ásýnd borgarstjórnar: „Það logaði allt stafna á milli“

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nauðsynlega þurfi að bæta starfsandann í borgarstjórn. Á síðasta tímabili logaði allt stafna á milli í borginni og því þurfi nauðsynlega að breyta. Til þess vill hann sjá minnihlutann taka þátt í að bæta ásýnd borgarstjórnar.

Að bæta starfsandann er eitt af þeim 18 atriðum sem meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar vill ráðast í og er tilgreint í nýjum samstarfssáttmála hin nýja meirihluta.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segir það ekkert leyndarmál að á síðasta kjörtímabili hafi allt logað stafna á milli. Slíkt sé engum til góðs og Dagur biður alla um að koma að borðinu svo takast megi að laga starfsandann.

„Þetta er ekki verk okkar eins og sér, meirihlutans, heldur líka minnihlutans. Og markmiðið á að vera að auka traust á borgarstjórn, að ásýnd borgarstjórnar sé ekki eilíf illindi eða einhverjar krytur, heldur þau mikilvægu verkefni sem bæði meiri- og minnihluti eru að vinna að á sama tíma í þágu borgarbúa,“ segir Dagur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: