- Advertisement -

Þetta eru mögulegu meirihlutarnir í borginni – Dagur hrósar Einari: „Hann er að gera rétt“

Til greina koma fimm meirihlutamyndanir í Reykjavík eftir nýafstaðnar sveitastjórnarkosningar. Þreifingar í myndun meirihluta fyrir næstu borgarstjórn hófust fyrir alvöru í gær.

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins virðist vera með pálmann í höndunum eftir kosningar en í þeim fimm meirihlutum sem eru í boði er Framsókn í fjórum þeirra. Sjáfur hefur hann sagst vilja tala við alla áður en nokkuð verði ákveðið og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hrósaði honum fyrir það í Fréttablaðinu. „Hann er að gera rétt með því að spjalla við alla,“ segir Dagur.

Hér fyrir neðan má sjá þá fimm möguleika sem í boði eru til að mynda meirihluta í borgarstjórn. Á hvaða möguleika líst þér best?

  • Þriggja flokka samstarf Samfylkingar, Framsóknar og Pírata, með 12 fulltrúa.
  • Framsókn, Viðreisn, Samfylking og Píratar, með 13 fulltrúa meirihluta.
  • Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Viðreisn og Flokkur fólksins, sem hefði 12 fulltrúa.
  • Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking gætu myndað 15 manna meirihluta.
  • Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Viðreisn með 12 fulltrúa.Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: