- Advertisement -

Einkaframkvæmd er álögur á almenning

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Einkafjármögnun á verkefni sem kostar 10 milljarða er 2/3 hlutum dýrari að jafnaði en opinber framkvæmd. Ef við reiknum með 20% eiginfjármagni í upphafi og kröfu um 3,5% ávöxtun á eigið fé og að einkaaðili þurfi að borga 1,5% hærri vexti en íslenska ríkið, þá er aukakostnaður á 10 milljarða króna framkvæmd um um 6,7 milljarðar. Almenningur borgar 16,7 milljarða króna fyrir framkvæmd sem mundi kosta 10 milljarða króna ef hún yrði unnin og fjármögnuð af ríkinu. Mismunurinn er skattfé sem ríkisstjórnin vill beina beint til fyrirtækja- og fjármagnseigenda, leið til að hleypa þeim beint ofan í buddu landsmanna án áhættu og án erfiðis. Þetta fyrirkomulag veldur því að skattfé nýtist verr til framkvæmda, um 40% af öllu fé fer ekki í nýja vegi heldur sem renta til fyrirtækja- og fjármagnseigenda, þeirra sem ríkisstjórnin þjónar og gætir hagsmuna fyrir.

Það er ein af kenningum nýfrjálshyggjunnar að einkafjármögnun opinberra framkvæmda sé hagstæð fyrir ríkið og almenning. Þetta hefur margsinnis verið afsannað. Einkaframkvæmd er ekkert annað en auka álögur á almenning þar sem skattféð rennur ekki í sameiginlega sjóði heldur beint í vasa hinna auðugustu. Það sýnir hversu kaldrifjuð og óhrædd þessi ríkisstjórn er í hagsmunagæslu sinni fyrir fyrirtækja- og fjármagnseigendur að bjóða almenningi upp á svona ráðagerðir árið 2019, ellefu árum eftir að nýfrjálshyggjan hrundi. Ríkisstjórnin metur það svo að almenningur sé fífl. Sem hin ríku mega misnota af vild.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: