Facebook „Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er ákvæði um að auka jafnt vægi atkvæða í landinu. Ég fer fyrir þriggja manna sérfræðinganefnd, sem er ætlað að gera tillögur til dómsmálaráðherra, þar sem þetta markmið er tæknilega útfært. Stefnumótunin er hins vegar ríkisstjórnarinnar.
Allir virðast sammála um að jafna atkvæðavægi eftir flokkkum. Í fernum kosningum 2013-2021 fékk einn flokkur einum þingmanni fleira en atkvæðatala hans gaf tilefni til. Það jaðrar við að vera stjórnarskrárbrot. Þessu er einfalt að kippa í liðinn með breytingum á kosningalögum.
Misvægi atkvæða eftir búsetu er miklu meira hér en í nágannalöndunum. Í flestum þeirra er slíkt misvægi lítið eða ekkert. Við höfum mikla sérstöðu – hér hafa sumir kjósendur eitt atkvæði, aðrir hafa tvö. Krafa lýðræðissinna á 19. öld var: Einn maður – eitt atkvæði! Það hefur víðast gengið eftir – nema hér.
Í síðustu kosningum fengu rúm 10% kjósenda engan þingmann. Atkvæði þeirra féllu dauð vegna 5% þröskuldar við úthlutun jöfnunarsæta sem er tiltekinn í stjórnarskrá. Starfshópnurinn fjallar ekki um stjórnarskrána, einungis um kosningalögin. En með breytingum á kosningalögum má minnka líkurnar á því að atkvæði sumra kjósenda falli dauð – ef pólitískur vilji er fyrir hendi.
Í meðfylgjandi frétt er nánar fjallað um málið.“