- Advertisement -

Ekki ber að taka Trump alvarlega

Hér á eftir fer niðurlag leiðara Moggans í dag. Enn er reynt að verja Donald Trump og orð hans og gerðir. Nú með því að ekki beri að taka orð hans alvaralega. Að forseti Bandaríkjanna sé ómarktækur:

„Nú var það auðvitað svo að bæði Trump og Banda­ríkja­menn, og Pútín og liðsmenn hans í Kreml, tóku ekki bók­staf­lega slík­ar full­yrðing­ar Trumps um það að styrj­öld­inni í Úkraínu myndi ljúka dag­inn eft­ir að hann yrði kom­inn í Hvíta húsið á nýj­an leik. Eins og margoft síðan voru fyrr­greind orð hans, og önn­ur þau sem sögð voru um lok styrj­ald­ar í Úkraínu og margt annað sama eðlis, þannig að þau ætti auðvitað ekki að taka al­var­lega frá orði til orðs. Allt það tal væri í sjálfu sér skýrt um það að Trump vildi ekk­ert með þá styrj­öld hafa að gera, enda myndi eng­um tak­ast að vinna hana, þar á meðal hvorki for­seta Úkraínu né þeim í Kreml. Tals­mát­inn væri því eins kon­ar áherslu­atriði til að und­ir­strika hver afstaða Trumps for­seta væri til þessa stríðs.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: