Hér á eftir fer niðurlag leiðara Moggans í dag. Enn er reynt að verja Donald Trump og orð hans og gerðir. Nú með því að ekki beri að taka orð hans alvaralega. Að forseti Bandaríkjanna sé ómarktækur:
„Nú var það auðvitað svo að bæði Trump og Bandaríkjamenn, og Pútín og liðsmenn hans í Kreml, tóku ekki bókstaflega slíkar fullyrðingar Trumps um það að styrjöldinni í Úkraínu myndi ljúka daginn eftir að hann yrði kominn í Hvíta húsið á nýjan leik. Eins og margoft síðan voru fyrrgreind orð hans, og önnur þau sem sögð voru um lok styrjaldar í Úkraínu og margt annað sama eðlis, þannig að þau ætti auðvitað ekki að taka alvarlega frá orði til orðs. Allt það tal væri í sjálfu sér skýrt um það að Trump vildi ekkert með þá styrjöld hafa að gera, enda myndi engum takast að vinna hana, þar á meðal hvorki forseta Úkraínu né þeim í Kreml. Talsmátinn væri því eins konar áhersluatriði til að undirstrika hver afstaða Trumps forseta væri til þessa stríðs.“