- Advertisement -

Ekki sama að eiga bílinn og að þiggja far

Gunnar Smári skrifar:

Þegar ég fór á puttanum frá Akureyri að Höfn í Hornafirði þegar ég var sextán fékk ég far með mörgum bílum, m.a. annars tveimur miðaldra konum sem töluðu mikið saman. Þar sem ég sat í aftursætinu fannst mér þær tala báðar í einu og horfast í augu á meðan, ég skil ekki hvernig sú sem ók sá veginn. En svo sprakk á bílnum, hann rásaði á veginum en konan sem keyrði var góður bílstjóri og réð vel við aðstæður. Þegar bíllinn staðnæmdist sneru þær sér báðar við í sætunum og horfðu á mig.

Ég var smá stund að fatta aðstæðurnar, en sagði svo: Ég skal skipta um dekkið. Úti var myrkur og þó nokkur rigning.Lærdómur þessarar sögu er að þau sem fara á puttanum eru aukapersónur, hafa ekki alveg sama status og þau sem eiga bílinn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: