- Advertisement -

Ekki vitað hvort íslensku lífeyrissjóðirnir eigi í vopnaverksmiðjum

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, óskaði svara frá Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra um hvort íslensku lífeyrissjóðir eigi hlut í fyrirtækjum sem annast vinnslu eða sölu jarðefnaeldsneytis. Og ekki bara það. Andrés Ingi spurði líka hvort sjóðirnir eigi hlut í fyrirtækjum eða sjóðum sem tengjast vopnaframleiðslu.

Andrés Ingi fær ekki svör við þessum spurningum. „Lífeyrissjóðir eru ekki ríkisstofnanir eða félög sem annast stjórnsýslu eða veita opinbera þjónustu. Lífeyrissjóðir eru einkaréttaraðilar og ákvarðanir þeirra eru einkaréttarlegs eðlis. Ráðuneytið getur því ekki krafist þess að lífeyrissjóðir veiti þær upplýsingar sem óskað er eftir og því er ekki mögulegt að verða við ósk fyrirspyrjanda um þær upplýsingar sem hann biður um,“ segir í svari Benedikts ráðherra.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: