- Advertisement -

Elítan skiptir bara um einstaklinga

Þröstur Ólafsson. Ljósmynd; rúv.

Þröstur Ólafsson hagfræðingur skrifar:
Mikið hefur verið rætt og ritað um elítuna í vestrænum samfélögum. Hún sögð í órafjarlægð frá megin undirstraumum samfélagsins. Hægri (einnig vinstri) lýðskrumarar sem keppast um að höggva í og brjóta niður þau gildi og þá samstöðu á alþjóðavettvangi sem einkennt hefur stjórnmál vesturlanda frá WWII.
Þau gildi sem gerðu BNA að jákvæðu heimsveldi í okkar heimshluta eru nú fótum troðin af fáfróðum og siðlausum fjármálaspekúlanti, sem skilur ekki stafróf stjórnmálanna frekar en vitavörðurinn í Kolbeinsey. Elítan sem á vissan hátt ruddi veginn frá WWII er sögð einangruð og tali framhjá almenningi.
Már datt í hug að elíta íslenskra stjórnmála, alþingismennirnir, eru einnig að einangra sig og byggja um sig vígi. Þeir skammta sér myndarleg laun sem eru vísitölutryggð þ.e. bundinn launaþróun opinberra starfsmanna. Þeir hækka styrkina til flokka sinna og víkka ramma þeirra styrkja sem atvinnulífið má gauka til þeirra. Þá auka þeir fjölda og aðbúnað aðstoðarmanna sinna rausnarlega. Þeir verða óháðir öllum utanaðkomandi áhrifum. Þurfa ekki oftar að biðja nokkurn um eitt eða neitt. Nema rétt fyrir kosningar. Eru þeir ekki búnir að koma sér vel fyrir í fílabeinsturni elítunnar, turni sem enginn nema þeir fá að koma inní ?
Hrinekjan elítunnar er söm við sig. Hún skiptir bara um einstaklinga eins og aðrar elítur.
Fengið á Facedbooksíðu Þrastar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: