- Advertisement -

Engin ást í stjórnarsamstarfinu

- segir Birgitta Jónsdóttir og hún sér bresti í stjórnarsamstarfinu.

Birgitta Jónsdóttir sagði á þingi í dag að hún sæi mikla bresti í ríkisstjórnarsamstarfinu

„Þeir brestir hafa m.a. komið fram í yfirlýsingum frá þingmönnum stjórnarliða um að þeir styðji ekki lykilmál ríkisstjórnarinnar. Þó hefur þessi ríkisstjórn ekki gert neitt til að fá minni hlutann til liðs við sig. Ekkert. Ef við tækjum t.d. fjármálaáætlunina og ynnum hana á þverpólitískari hátt væru miklu meiri líkur á að slík áætlun lifði á milli kjörtímabila. En hér er allt unnið til eins dags. Það sem vel var gert áður er tekið og rifið í sundur.“

Birgitta óskaði stjórninni til hamingju með að hafa haldið saman í eitt hundrað daga. „….þó svo að margir líti á þetta samstarf sem ástlaust hjónaband.“ Hún sagði hundrað dagar ekki vera sérstaklega langan tíma. „Þó fékk þessi ríkisstjórn það í vöggugjöf að hafa gríðarlega lítið traust landsmanna á bakvið sig. Það traust hefur ekki aukist. Ég vil því spyrja ríkisstjórnarþingmenn hvað þeir telji að þeir þurfi að gera til að skapa traust á störfum sínum.“

Birgitta endaði með að segja það ekki vera góða byrjun á mikilvægum verkefnum; „…þegar hveitibrauðsdögunum lýkur að hafa engan farveg til að tryggja stuðning og samstöðu minni hlutans við mikilvæg verk sem hér þarf að vinna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: