- Advertisement -

Enn ein ríkisstjórn engra breytinga?

Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Samkvæmt þessu er samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna komið niður í 38% úr 53% í kosningunum 2017. Ef kosið væri nú fengju flokkarnir 25 þingmenn, tíu stjórnarþingmenn eru tapaðir; tveir frá Framsókn, fjórir frá VG og fjórir frá Sjálfstæðisflokknum.

Miðflokkurinn hirðir helminginn af þessum þingmönnum, Samfylkingin tvo, Viðreisn tvo og Píratar einn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fjórflokkurinn er kominn niður í 51% fylgi, var með 65% í kosningunum.

Ef þetta yrðu úrslit kosninga yrði líklegasta ríkisstjórnin Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og klofningsframboð þessara flokka. Sigmundur Davíð forsætisráðherra, Bjarni Ben fjármálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Þorgerður Katrín atvinnuvegaráðherra. Enn ein ríkisstjórn engra breytinga.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: