- Advertisement -

Er Bjarni kominn á endastöð?

Sigurjón Magnús Egilsson:

Leiðarlok Bjarna nálgast. Hvort það verður Þórdís K.R. Gylfadóttir eða Guðlaugur Þór sem verma formannsstólinn í Valhöll er allt annað mál.

Bjarni hefur nú verið lengur formaður Sjálfstæðisflokksins en Davíð. Aðeins Ólafur Thors hefur setið lengur, reyndar mun lengur.

Lokin á ráðherrastörfum Davíðs urðu snautleg. Eftir að hafa verið forsætisráðherra lengur en nokkur annar fékk hann og Sjálfstæðisflokkurinn laka kosningu í kosningunum 2003. Halldór Ásgrímsson og Framsókn unnu hins vegar varnarsigur.

Halldór og Davíð mynduðu saman ríkisstjórn, enn eina ferðina. Nú var Halldór með góð spil á hendi. En ekki Davíð. Til að þóknast Halldóri bauðst Davíð til þess að þeir hefðu sætaskipti um mitt kjörtímabilið. Þannig varð Davíð utanríkisráðherra í rétt um eitt ár.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Davíð setti Íslandsmet, kannski heimsmet, í skipun nýrra sendiherra.

Davíð setti Íslandsmet, kannski heimsmet, í skipun nýrra sendiherra. Hann skipaði að meðaltali einn á mánuði. Kannski dreymir Bjarna ekkert um að ná metinu af Davíð. Samt er best að bíða og sjá til hvað veðrur. Ekkert er útilokað þar sem Bjarni fer.

Fyrstu vikur Bjarna í utanríkisráðuneytinu lofa ekki góðu. Hann er eins og stirðbusi. Rekur sig í og á og fær allt og alla á móti sér. Kannski áttar hann sig á hversu illa honum fer að vera talsmaður Íslands á útivelli.

Ef á að spá, þá er eðlilegast að spá að utanríkisráðuneytið verði síðasti viðkomustaður Bjarna í stjórnmálum.

Hvort hann fari næst í Seðlabankann, eins og Davíð gerði, er ekki inn í myndinni. Leiðarlok Bjarna nálgast. Hvort það verður Þórdís K.R. Gylfadóttir eða Guðlaugur Þór sem verma formannsstólinn í Valhöll er allt annað mál.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: