- Advertisement -

Er borgin „millistykki“ í eigin samningi?

Vigdís Hauksdóttir.

Vigdís Hauksdóttir hefur spurt níu spurninga. Það kemur í hlut skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að svara spurningunum.

„Þann 18. apríl 2017 var skrifað undir samning um uppbyggingu á 176 íbúðum auk verslunar- og þjónustuhúsnæði á gamla Slippsvæðinu nú Vesturbugt. Reyndar er þetta verkefni orðið 18 ára gamalt. Áætlað var að Reykjavíkurborg myndi kaupa rúmlega 70 íbúðir og selja áfram til félaga sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Framkvæmdir áttu að hefjast innan 15 mánaða frá undirskrift og ljúka innan 5 ára.

1. Hvernig stendur þetta verkefni?

Þú gætir haft áhuga á þessum

2. Hafa lóðarhafar/Vesturbugt ehf. greitt tilskilin gjöld s.s. gatnagerðargjald?

3. Greiddu lóðarhafar innviðagjald?

4. Hefur sérstök samráðsnefnd lóðarhafans og Reykjavíkurborgar sem falið var að vinna að þróun og nánari útfærslu tilboðsgagna, teikninga og framkvæmd samningsins á milli aðila í samræmi við útboðsskilmála samkeppnisviðræðnanna lokið störfum?

5. Lóðarhafi/Vesturbugt ehf. fékk frest til mánaðamótanna janúar/febrúar 2019 til að hefja framkvæmdir og til að ljúka fjármögnun – hvernig stendur það mál?

6. Eru framkvæmdir hafnar, en samkvæmt samningnum áttu þær að hefjast 1. febrúar 2019?

7. Samkvæmt samningnum skuldbatt Reykjavíkurborg sig til að kaupa 74 íbúðir og selja áfram til félaga sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða. Er það eðlilegt að borgin er sett sem millistykki í samningum sem þessum og taki á sig mikla áhættu með einkaaðila?

8. Hin almenna regla Reykjavíkur er að verði veruleg vanskil vegna lóðaúthlutana þá er samningi rift. Hvers vegna er ekki jafnræði milli aðila sem fá úthlutað lóðum hjá borginni?

9. Hvers vegna er ekki búið að rifta þessum samningi og úthluta lóðinni til annarra?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: