- Advertisement -

Er einhver leikur í gangi?

Alþingi „Ég ætla fyrst að benda á arðgreiðslur. Það virðist vera mjög erfitt fyrir ríkisstjórnina að áætla arðgreiðslur frá Landsbankanum. Það munar í rauninni heilum 18 milljörðum miðað við fjárlagagerðina. Okkur þykir það nokkuð ljóst að í ár sé enn og aftur verið að vanáætla þennan lið í fjárlögumm,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartar framtíðar, við umræðu um fjáraukalög á Alþingi.

„Það er gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi 2016 að Landsbankinn skili rétt rúmlega 7 milljörðum í arð.“

„Það má kannski segja að stundum sé gott að hafa vaðið fyrir neðan sig, en hér erum við ekki að tala um einhverjar hundruð milljónir, við erum að tala um milljarða. Það getur ekki verið ábyrgt að leggja þetta svona fram. Ég minni á að við á þinginu erum að fara að greiða atkvæði um frumvarp um opinber fjármál. Þar er meginhugmyndin sú að áætla fram í tímann. Þá er mjög mikilvægt að menn reyni að vera eins nákvæmir og hægt er. Það er eitthvað mjög dularfullt hér í gangi, að menn skuli ekki geta áætlað þetta. Það skeikar tugum milljarða jafnvel. Maður veltir fyrir sér hvort þetta sé einhver leikur til að geta einhvern veginn komið síðar og klappað sér á bakið í árslok. Þetta er furðulegt.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: