- Advertisement -

Er Framsókn skopparakringla?

Framsóknarflokkurinn var áður fyrr sagður opinn í báða enda. Hann tæki afstöðu eins og hentaði hverju sinni. Nú er þetta að endurtaka sig. Áður fyrr barðist flokkurinn fyrir Reykjavíkurflugvelli. Með kjafti og klóm. Breytti meira að segja nafni sínu í borgarstjórnarkosningum úr Framsókn og í Framsókn og flugvallarvinir. Þetta er hlægilegt. Samt er ekki hlægjandi af þessu.

Sjálfstæðisflokkurinn og þó aðallega Mogginn hafa barist gegn byggingum í Skerjafirði. Davíð Oddsson býr í Skerjafirði sem og Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Þau berjast saman gegn því að íbúar í Skerjafirði verði fleiri.

Hvorki blað né flokkur hafa tæmt sig í þessu máli. Þau sem verst láta hafa eflaust ekki enn sæst á að póstnúmeri Skerjafjarðar var breytt úr 101 Reykjavík yfir í 102 Reykjavík. Spáð var að verðmat fasteigna í hverfinu myndu hrynja. Sem ekki varð.

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: