- Advertisement -

Er Halldór Benjamín handbremsa?

Sigurjón M. Egilsson:

Hvað kostar verkfall? Hvað tapast miklar tekjur á hóteli sem er lokað? Hvað kostar að hafa ekki bensín og olíur? Kröfur Eflingar eru eflaust smáaurar miðað við tekjutap þeirra sem hafa falið Halldóri Bejnamín að semja fyrir sig.

Meðan Halldór Benjamín mætti ekki á fundi SA og Eflingar virtist vera að rofa til. Fólk meira að segja brosti. Í gær mætti Halldór Benjamín aftur. Og hvað? Jú, viðræðurnar kolfestust. Eins og gripið hafi verið í handbremsu. Allt kolfast.

Þarf Halldór Benjamín að standa við gefið loforð til Vilhjálms Birgissonar, formanns Starfsgreinasambandins, að Sólveigu Önnu skuli ekki takast að gera betri samninginn en Vilhjálmur landaði. Nú þarf að koma í ljós hvort Halldór Benjamín sé tvöfaldur í roðinu. Að hann hafi viljað og ætlað að svipta Eflingu möguleikum á að sína eigin samninga.

Hvað kostar verkfall? Hvað tapast miklar tekjur á hóteli sem er lokað? Hvað kostar að hafa ekki bensín og olíur? Kröfur Eflingar eru eflaust smáaurar miðað við tekjutap þeirra sem hafa falið Halldóri Bejnamín að semja fyrir sig.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vonandi mun Sólveig Anna og halarófan, eins og Halldór Benjamín, uppnefnir bakland Sólveigar Önnu, ná árangri og forða áframhaldandi verkföllum.

Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, sagði í gær að þann dag hefði nánast ekkert gert í launadeilunni. Það er daginn sem Halldór Benjamín mætti á ný.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: