- Advertisement -

Eru atvinnulausir aumingjar?

Oftast er fólk sem rekið er úr vinnu samviskusamt og hefur lagt mikið í starfið.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Eru menn atvinnulausir af því þeir eru aumingjar? Nei hreint ekki. Þó eru þeir meðhöndlaðir eins og úrhrök. Það er hent í þá einhverri upphæð sem þeir geta ekki lifað af, eða um 290 þúsund krónum á mánuði. Það stefnir því í að fátækum fjölgi gríðarlega á Íslandi í kreppunni vegna veirunnar. En alveg óháð veiru þá er það alls ekki svo að menn hafi orðið atvinnulausir vegna þess að þeir stóðu sig ekki í vinnu. Slík tilfelli heyra til algjörra undantekninga. Menn missa vinnuna vegna þess að atvinnurekandinn þarf að losna við þá, til dæmis vegna hagræðingar, skipulagsbreytinga, vegna þess að vinnuveitandanum hefur ekki tekist að reka fyrirtækið sómasamlega, eða vegna ytri ástæðna og síðast en ekki síst vegna þess að yfirmanni eða eiganda líkar ekki við starfsmanninn af ástæðum sem geta verið allt milli himins og jarðar. Oftast er fólk sem rekið er úr vinnu samviskusamt og hefur lagt mikið í starfið. Samt fær það iðulega hrikalega meðferð við uppsögn.

Stefán Ólafsson bendir hér á í hvert stefnir og hvernig lífsafkoma þeirra atvinnulausu lítur út. Hann bendir á það augljósa að það verður að hækka atvinnuleysisbæturnar svo allt stefni ekki í óefni. Þó fyrr hefði verið. Atvinnulausir eru nefnilega ekki aumingjar þó stjórnvöld beri enga virðingu fyrir þeim eins og fram kemur í launaumslaginu. Og öryrkjar fá sömu meðferð.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: