- Advertisement -

„Sitjum uppi með ranglátt almannatryggingakerfi“

Hrafn Magnússon skrifar:

„Að mínum dómi er þetta ekki skref heldur hænufet. Varla þarf að taka fram að eldri borgarar greiða auðvitað skatta af þessari hungurlús.“

Hrafn Magnússon skrifar:

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að hækka almenna frítekjumark almannatrygginga úr 25.000 kr. Í 37.500 kr. á mánuði. Frítekjumarkið hefur verið óbreytt síðan 2017. Hvílík rausn!

Forystumenn Landssambands eldri borgara telja þetta skref í rétta átt. Að mínum dómi er þetta ekki skref heldur hænufet. Varla þarf að taka fram að eldri borgarar greiða auðvitað skatta af þessari hungurlús.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í umræðum um almannatryggingakerfið hef ég bent á tvö atriði sem þurfa að njóta forgangs. Í fyrsta lagi hefði þurft að skipa verkefnastjórn til að endurskoða núverandi lög um almannatryggingar og í öðru lagi hefði strax átt að hækka frítekjumark lífeyrissjóðstekna umfram önnur frítekjumörk. Ekki var hlustað á þessar ábendingar mínar. Afeiðingarnar af þessu sinnuleysi eru þær að við sitjum uppi með ranglátt almannatryggingakerfi með 45% skerðingarákvæðum og enga endurskoðun í augsýn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: