- Advertisement -

Það kerfi er meingallað vegna þeirra miklu skerðinga sem eru innbyggðar

Hrafn Magnússon skrifar:

Ef ellilífeyririnn hefði hækkað í takt við launavísitölu ætti hann að vera í dag 409.049 kr. Mismunurinn er því 61.528 kr. á mánuði, sem ellilífeyrisþegar fá minna á mánuði en þeir hefðu fengið ef launavísitalan hefði gilt frá ársbyrjun 2017.

Stjórnarfrumvarp að tengja launavísitölu við fjárhæðir almannatrygginga er lofsvert framtak. Auðvitðað eiga aldraðir og öryrkjar að njóta kaupmáttaraukningar eins og aðrir landsmenn. Af þeim ástæðum hækkar launavísitalan meira en vísitala neysluverðs, en auðvitað geta þau ár komið að neysluverðsvísitalan hækki meira en vísitala launa, en það er hins vegar afar sjaldgæft.

Nýtt almannatryggingakerfi gagnvart öldruðum tók gildi í ársbyrjun 2017. Það kerfi er meingallað vegna þeirra miklu skerðinga sem eru innbyggðar.

Óskertur ellilífeyrir var í ársbyrjun 2017 alls 228.734 kr. á mánuði. Á þessu ári er óskertur ellilífeyrir 347.521 kr. á mánuði. Launavísitalan hefur frá janúar 2017 til janúar 2025 hækkað um 78,83%.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef ellilífeyririnn hefði hækkað í takt við launavísitölu ætti hann að vera í dag 409.049 kr. Mismunurinn er því 61.528 kr. á mánuði, sem ellilífeyrisþegar fá minna á mánuði en þeir hefðu fengið ef launavísitalan hefði gilt frá ársbyrjun 2017.

Fjárhæð ellilífeyris ætti að taka mið að þessu fyrir árið 2026 þ.e. hækka ætti ellilífeyrinn m.v. launavísitölu frá leiðréttum grunni í ársbyrjun 2017.

Hvort það verði gert skal ósagt látið því það fer allt eftir vilja stjórnvalda. Slíkt er þó réttlætismál og ætti að vera krafa samtaka eldri borgara.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: