- Advertisement -

Misræmi sem þarf að laga

Hrafn Magnússon skrifaði:

„Þegar kemur að skerðingum á eftirlaunum aldraðra hjá Tryggingastofnun ríkisins er iðulega litið svo á að alls ekki megi skerða eftirlaunin vegna launatekna. Þá er oft vitnað til þess að frá 1. júlí til 31. desember 2008 var launatengingin afnumin hjá Tryggingastofnun fyrir 70 ára og eldri.

Stundum vill það hins vegar gleymast að eftirlaun úr lífeyrissjóðum eru ekkert annað en frestaðar launatekjur. Launamenn leggja til hliðar hluta af launum sínum í lífeyrissjóði til eftirlaunaáranna.

Af hverju ættu lífeyrissjóðatekjurnar ekki að fá sömu og jafnvel betri meðhöndlun en atvinnutekjur, þegar kemur að skerðingum almannatrygginga?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú eru atvinnutekjur með fjórfalt hærra frítekjumark en eftirlaun frá lífeyrissjóðunum, auk þess sem lífeyrissjóðatekjurnar skertu ekki grunnlífeyririnn, sem nú er búið að afnema.

Við endurskoðun almannatrygginga þarf að laga þetta misræmi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: