- Advertisement -

Erum fjórðu lægst og mun lægri en Norðurlöndin

Gunnar Smári skrifar:

Mikill meirihluti Íslendinga telur að lífskjör aldraða hér á landi séu slæm. Þetta kemur fram í nýrri samevrópskri viðhorfskönnun. Afstaða Íslendinga er á skjön við afstöðu annars staðar á Norðurlöndunum. Mikill meirihluti almennings hér á landi telur að stjórnvöld beri mikla ábyrgð á lífsgæðum aldraðra.

Svarið við spurningunni: Hvernig metur þú lífskjör aldraðra á Íslandi? vekur athygli. Í ljós kemur að yfir 80 af hundraði eru ekki sátt eða að fullu sátt við lífskjör aldraðra. Aðeins tæp 20% velja frá 6 upp í 10. 0,3% telja lífskjörin einstaklega góð. „Það sem er kannski áhugaverðast sem við fáum út úr svona rannsóknum er hvernig þetta berst saman við önnur Evrópulönd. Það við sjáum sérstaklega þar er að við erum ekki bara erum við lág í samanburði. Við erum fjórðu lægst og mun lægri en Norðurlöndin,“ segir Sigrún Ólafsdóttir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrir neðan Ísland á listanum um mat á lífskjörum aldraðra eru Portúgal, Litáen og Rússland. Ísland er með meðaltalseinkunnina 3,4. Norðmenn eru á toppnum á listanum yfir 23 lönd með einkunnina 6,5. Aðeins neðar eru Danmörk og Finnland með yfir 5 í einkunn og loks Svíþjóð með 4,4.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: