- Advertisement -

ESB snýst mest um peninga, ekki fólk

Fórnir Ítala geta orðið að engu ef önnur Evrópuríki gefa vírusnum svona lausan tauminn.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Evrópusambandið hefur sannað gildi sitt fyrir fjármagnseigendur sem hafa getað valsað með peninga yfir landamærin og sumir hagnast stjarnfræðilega. En þegar kemur að heilsufarsvandamálum eins og kórónaveirunni þá er allt uppí loft og samstaðan og samvinnan sláandi lítil. Á meðan Ítalía er nú alveg lokuð, bæði að utan frá og að innan, hafa stór ríki eins Þýskaland, Frakkland og Spánn verið að draga lappirnar og eru núna fyrst að taka við sér. Alþjóðavæðingin hefur snúist meira um peninga en mannslíf. Það kristallast vel í þessari mannskæðu kórónaveiru.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í þessari grein segir að yfirvöld á Spáni hafi ekki einu sinni tekið eftir fyrsta dauðsfallinu vegna kórónaveirunnar. Merkel kanslari Þýskalands hefur bara beðið átekta þrátt fyrir fjölgun smita. Og Agnes Buzyn heilbrigðisráðherra Frakka sagðist í upphafi ætla að taka málið föstum tökum en kaus frekar að beina kröftum sínum að eigin framapoti í pólitík. Forystumenn Evrópusambandsins hafa líka setið hjá. Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Urusla Von der Leyen, hefur valið að fókusera á önnur mál og undanfarnar vikur hafa fulltrúar landanna aðeins fundað um málið einu sinni í viku. Þá hafa heilbrigðisráðherra Evrópusambandslandanna aðeins hist 2 sinnum sl. mánuð í Brussel að því er fram kemur í meðfylgjandi grein.

Í Frakklandi var Disneyland opið og barir og klúbbar í París voru opnir þar til fyrir 2 dögum og í Þýskalandi hafa menn gert það sem þeim sýnist. Fórnir Ítala geta orðið að engu ef önnur Evrópuríki gefa vírusnum svona lausan tauminn.

Það er ljóst að COVID-19 faraldurinn verður mælikvarði á áreiðanleika, virkni og samstöðu Evrópusambandsins þegar kemur að því skiptir máli, eða lífi fólks og heilsu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: