- Advertisement -

Eygló og Bjarni: Tala hvort í sína áttina

Stjórnmál Augljós ágreiningur er milli stjórnarflokkanna um hvert beri að stefna með félagslegt húsnæðiskerfi. Síðasta sunnudag var Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra gestur í Sprengisandi og talaði þar sem vinna fjármálaráðuneytisins, vegna tveggja frumvarpa hennar væri í eðlilegum farvegi.

„Ég tel að það hafi verið unnið vel í þeim,“ sagði Eygló í Sprengisandi síðastliðinn sunnudag, þegar hún var spurð um frumvörpin hennar tvö sem hafa ílengst í fjármálaráðuneytinu. „Það hefur tekið okkur tvö ár að vinna frumvörpin. Það er ekkert óeðlilegt við að það taki kannski sex vikur að reikna út og meta hver áhrifin verða af frumvörpunum.“

Kjarninn leitaði svara frá fjármálaráðuneytinu. Í svar þess segir meðal annars: „…féll velferðarráðuneytið frá því undir lok apríl síðastliðinn að leggja fram það frumvarp í þeirri mynd og hefur síðan haft til skoðunar að setja fram annað frumvarp um málefnið með talsvert breyttri útfærslu.“

Eygló var spurð, í Sprengisandi, hvort hún og hennar fólk hafi ekki áttað sig á kostnaðinum ftir að hafa unnið með frumvörpin í tvö ár.

„Vinnan hefur mikið til snúist um, í samtalið við fjármálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins, að ná utanum hvert eigi að vera umfang félagslega húsnæðiskerfisins. Það samtal hefur verið mjög gott. Ég hef séð fyrir mér að þessar breytingar geti verið innlegg í kjaraviðræður.“

Hér er viðtalið við félagsmálaráðherra frá síðasta sunnudegi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: