- Advertisement -

Fá ekki allir lántakendur leiðréttingu?

„Eiga lántakendur von á leiðréttingu húsnæðislána sem tekin voru á árunum fyrir hrun íslenska fjármálakerfisins haustið 2008 og telja má að séu sambærileg lánum sem dómstólar hafa ákvarðað sem lán í erlendum gjaldmiðli?“

Þannig spyr Birgitta Jónsdóttir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.

Á heimasíðu Pírata segir: „Ástæður að baki fyrirspurnarinnar eru þær að stór hópur fólks er með erlent lán hjá Íslandsbanka, hefur enga bót fengið á sínum málum. Lán þeirra hafa verið metin lögleg af dómstólum þar eð um er að ræða lán í erlendri mynt en ekki ólögmæt gengistryggð lán í íslenskri mynt. Birgitta spyr því hvort þessi hópur megi búast við einhverri leiðréttingu á sínum lánum.“

Beðið er svars Bjarna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Átján þúsund og fimm hundruð

Á síðustu fjórum vikum lásu 18.500 Miðjuna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: