- Advertisement -

Fæstir fengið Covid-19 á Íslandi

Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor hefur tekið saman forvitnilegan samanburð:

Tölurnar tala skýru máli: Ráð og ráðstafanir þríeykisins góða hafa reynzt vel. Hlutfall dauðsfalla og skráðra smita af völdum covid-19-veirunnar á Íslandi er 0,3% borið saman við 0,4% í Kína, 1,1% í Noregi og Finnlandi, 2,7% í Bandaríkjunum, 3,9% í Danmörku, 5,8% í Svíþjóð, 7,9% í Frakklandi, 9,4% í Bretlandi og á Spáni og 12,3% á Ítalíu. Heimsmeðaltalið er 5,3%.

Teljarinn í hlutfallinu, fjöldi látinna af völdum veirunnar, er auðmældur með þeim fyrirvara að einhvers staðar kunna menn að freistast til að skrifa óskyld dauðsföll á veiruna eða jafnvel falsa tölurnar, einkum í harðsvíruðum einræðisríkjum. Nefnarinn í hlutfallinu, fjöldi skráðra smita, er miklu meiri óvissu undirorpinn þar eð mun færri eru prófaðir en þyrfti. Í þessu felst sérstaða Íslands því hér hafa 6% þjóðarinnar verið prófuð sem er mun hærra hlutfall en víðast hvar annars staðar og 6% af prófuðum hafa reynzt bera veiruna eða um 0,4% af þjóðinni.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: