- Advertisement -

Fagnar næturfundi á Alþingi

Alþingi „Ég fagna því að við ætlum að halda fund fram á nótt því að okkur veitir ekkert af. Það eru margir sem þurfa að tjá sig og margir sem vilja heyra það sem við höfum að segja,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á þingi síðdegis í dag.

Hann sagðist ekki gera sér alveg grein fyrir því hvað mönnum finnst hæfilegt. „Menn eru búnir að bíða eftir því og nú þegar það er komið fram vilja menn ekki ræða það nema í einhvern tiltekinn tíma. Ég viðurkenni að ég skil það ekki alveg, þannig að ég hvet forseta til þess að við höldum fund fram á nótt og verum hér eins lengi og við þurfum. Drjúg eru morgunverkin þannig að við skulum bara halda áfram þangað til dagar á ný.“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfsæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar sagðist spenntur að heyra ræður um fjárlagafrumvarpið. „Ég get varla beðið, þannig að ég mælist til þess að við tökum ekki allt of langa umræðu í þennan lið heldur drífum okkur í umræðuna um fjárlögin, sem er auðvitað afskaplega mikilvægt mál og stóra málið á þessu haustþingi. Það eru örugglega meiri líkur á því að þingfundir verði styttri ef við byrjum fyrr, ég held að það gefi augaleið.  Þess vegna ætla ég til dæmis ekki að nýta allan tímann minn núna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: