- Advertisement -

Fálkinn herðir tökin gegn Svandísi

- og óvissa um líf ríkisstjórnar eykst dag frá degi. Ólík afstaða flokkanna tveggja til heilbrigðismála er stærra mál en svo að því verði sópað undir teppið.

Brynjar Níelsson, einn af fjórum „villiköttunum“ í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, herðir enn á afstöðu fjórmenniganna gegn Svandísi Svavarsdóttur, í frétt á Vísi í dag.

Tilefnið nú er vilji þingflokks Vg um að banna hagnað af einkarekinni heilbrigðisþjónustu.

„Það er ekkert þannig að það sé eitthvað komið frá ríkisstjórninni, það er ekkert þannig. Hún er bara að vinna sem ráðherra innan þeirra heimilda sem henni eru settar samkvæmt lögum og er að fara í ákveðna átt að manni sýnist og við höfum áhyggjur af því og þess vegna skrifuðum við þessa grein. Þetta getur orðið stórmál í ríkisstjórn ef menn ætla að fara að kollvarpa kerfinu,“ má lesa haft eftir Brynjari á Vísi.

Þar segir hann ekki koma til greina að ráðherra myndi leggja fram slíkt frumvarp. „Það hefði aldrei komið til greina. Hún hefði aldrei náð samstöðu um það í ríkisstjórn að banna allan einkarekstur þar sem er hagnaður,“ bætir Brynjar við.

Ekki er minnsti vafi að ríkisstjórnin er í verulegum vanda vegna ólíkra afstöðu ríkisstjórnarflokkanna, Vg og Fálkans. Ekki er enn séð fyrir endann á deilunni sem getur orðið banabiti ríkisstjórnarinnar.

Sprengjuhætta í stjórnarráðinu


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: