- Advertisement -

Fiski­miðin eru harðlæst – með keðju og slag­brandi

„Á bak við mik­il og ill­skýr­an­leg auðæfi leyn­ist jafn­an óupp­lýst­ur glæp­ur og fim­lega fram­inn.“

Valin brot úr grein Benedikts Jóhannessonar sem birt er í Mogganum í dag.

„Ein af for­send­um frjálsr­ar sam­keppni er op­inn aðgang­ur að grein­inni og verðmynd­un á markaði. Fiski­miðin eru aft­ur á móti harðlæst – með keðju og slag­brandi. Fyr­ir þann sem stend­ur fyr­ir utan er leiðin ekki þyrn­um stráð, þangað ligg­ur alls eng­in leið,“ skrifar Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar.

„Kerfið virkaði vel, ýtti und­ir hagræðingu og efldi fiski­stofna í haf­inu á ný. Það er gráglettni ör­lag­anna að á sín­um tíma var Morg­un­blaðið í far­ar­broddi þeirra sem vildu að út­gerðirn­ar borguðu sann­gjarnt auðlinda­gjald. Nú er blaðið í eigu út­gerðaraðals­ins, því aðall er hann, aðall sem þigg­ur vernd frá rík­inu, lokaður hóp­ur sem eng­inn kemst inn í sem ekki er til þess bor­inn. Ekki má minn­ast á að þjóðin njóti ávinn­ings af kerf­inu með markaðstengdu gjaldi.

Hag­ur grein­ar­inn­ar batn­ar um 123 millj­ón­ir á dag, all­an árs­ins hring.

Ekk­ert er út á það að setja að fólk auðgist á fram­taki sínu, hyggju­viti og út­sjón­ar­semi. Á opn­um markaði verður slík­ur hagnaður sjaldn­ast gríðarleg­ur. Á und­an­förn­um ára­tug hafa aft­ur á móti safn­ast upp slík auðæfi í sjáv­ar­út­vegi að þess eru eng­in dæmi áður. Hag­ur grein­ar­inn­ar batn­ar um 123 millj­ón­ir á dag, all­an árs­ins hring. Arður­inn flæðir út, millj­arður á mánuði, og eig­end­urn­ir leggja und­ir sig eitt fyr­ir­tækið af öðru í öll­um at­vinnu­grein­um.

Hann­es H. Giss­ur­ar­son benti mér um dag­inn á bók­ina Père Goriot eft­ir Balzac. Þar er þessi setn­ing: „Á bak við mik­il og ill­skýr­an­leg auðæfi leyn­ist jafn­an óupp­lýst­ur glæp­ur og fim­lega fram­inn.“

En út­gerðin hef­ur fyrst og síðast nýtt sér regl­urn­ar, regl­ur sem skapa dag­vax­andi ójöfnuð á milli út­gerðaraðals­ins og al­menn­ings. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir, hvort sem þeir kenna sig við hægri, vinstri eða miðju, eru fyrst og fremst varðmenn óbreytts ástands. Þeir ná sam­an í óbeit sinni á markaðslausn­um. Aðlin­um allt! er hið leynda boðorð.

Engu má breyta meðan ör­fá­ir auðjöfr­ar leggja landið und­ir sig í skjóli ei­lífðarkvóta. Auðjöfr­ar sem verja með kjafti og klóm rík­is­for­sjána sem mal­ar þeim millj­arða. Þeir fá aldrei nóg.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: