- Advertisement -

Fjárlögin: Ekki teljandi skattalækkun hjá þeim fátækustu

Gunnar Smári skrifar:

Miðað við verðbólguspár, umsamdar launahækkanir samkvæmt nýgerðum kjarasamningi og fyrirhugaða lækkun persónuafsláttar fæ ég ekki út teljandi lækkun skattbyrði lægstu launa eða launa í lægra fjórðungi verkafólks og enga lækkun hjá fólki með miðlungslaun. Nema ráðgert sé að hækka umtalsverð húsnæðisbætur, vaxtabætur og/eða barnabætur, ef svo væri hefði það líklega verið kynnt með lúðrablæstri.

Ég vona að ríkisstjórnin ætli ekki að kynna þetta sem stórkostlega kjarabót fyrir launafólk eða verkalýðshreyfingin að láta sem svo sé gagnvart sínum félagsmönnum. Eftir þessar breytingar mun fólk undir þeim tekjum sem duga fyrir mat og húsnæði eftir sem áður verða skattlagt á sama tíma og fjármagns- og fyrirtækjaeigendur búa við lægri skatta hérlendis en þekkist í okkar heimshluta.

Mér sýnist áköf umræða um lífskjör fólks á lægstu launum litlu hafa skilað, hvorki umsamdar launahækkanir í nýgerðum kjarasamningum né aðgerðir ríkisstjórnarinnar ná að lagfæra kjör umtalsvert.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: