- Advertisement -

Flokkurinn fengi aðeins 13 þingmenn

Segja má að Sjálfstæðisflokkurinn í dag sé helmingur af því sem hann var þá.


Gunnar Smári skrifar:

Gunnar Smári.

Það er ekki mikið um þessa könnun að segja, enginn flokkur sveiflast frá síðustu könnun út fyrir skekkjumörk, svo segja má að þarna séu engin tíðindi. Nema hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst lægri hjá MMR. Fyrir nokkrum vikum kom Gallup með könnun þar sem flokkurinn mældist með minna fylgi en áður hafði gerst hjá Gallup. Svo fullyrða má nú: Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei haft minna fylgi meðal þjóðarinnar, líklega ekki síðan frá stofnun flokksins en örugglega ekki síðan að farið var að mæla fylgi við stjórnmálaflokka með skoðanakönnunum.


…að 36 þúsund manns gangist við því í dag að vera stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins.

Í könnuninni segjast aðeins 14,4% vilja kjósa Sjálfstæðisflokkinn en ef aðeins eru talin þau sem taka afstöðu mælist fylgi við flokkinn 18,3%. Miðað við kjörskrá má ætla að um 36 þúsund manns gangist við því í dag að vera stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins. Það er svipaður fjöldi og býr í Kópavogi. Það situr miðpunkt Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum í undarlegt samhengi; að stjórnmálin séu þannig að ekkert sé gert á Íslandi án þess að Kópavogur sé sáttur við það.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 13 þingmenn ef þetta yrði niðurstaða kosninga. Flokkurinn hefur aldrei fengið svo fáa þingmenn. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var fámennastur eftir kosningarnar 1931 þegar flokkurinn fékk 15 þingmenn, en þá voru bara 42 þingmenn á Alþingi svo það er ekki samværilegt. Frá því þingmönnum var fjölgað upp í 63 hafa Sjálfstæðismenn verið fæstir á þingi nú og eftir kosningarnar 2009 (16) en flestir eftir kosningarnar 1999 (26). Segja má að Sjálfstæðisflokkurinn í dag sé helmingur af því sem hann var þá.


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: