- Advertisement -

„Fögur fyrirheit koma því miður ekki skjóli yfir þennan hóp, það gera einungis raunverulegar aðgerðir“

Sjálfstæðisflokkurinn:

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er tillöguflytjandi.

Borgarstjórn samþykkti samhljóða að vísa tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um neyðarathvarf fyrir heimilislausar konur til meðferðar velferðarráðs Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar, 16. nóvember.

„Ég fagna því auðvitað að meirihlutinn í borgarstjórn hafi ekki fellt málið heldur vísað því til meðferðar Velferðarráðs, hvar ég á sæti. Þó ekki sé um fullnaðarsigur að ræða þá er fyrsta orrustan unnin og ég mun fylgja málinu fast eftir í velferðarráði, enda þolir það enga bið eðli málsins samkvæmt,“ segir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og tillöguflytjandi. Tillagan felur í sér að koma aftur á fót nýju neyðarathvarfi fyrir heimilislausar konur í formi herbergjagistingar en starfsemin yrði starfrækt með skaðaminnkandi nálgun. Athvarfið yrði sambærilegt því sem komið var á í Skipholti sem neyðarhúsnæði vegna Covid-19 faraldursins en hefur nú verið lokað.

Þessi þekking kann að reynast mikilvæg til að þróa og bæta enn frekar þjónustan við þennan hóp í framtíðinni.

„Til að setja þetta í eitthvað samhengi er ekki eins og þessi hópur kvenna geti farið heim til sín eins og ég og þú og beðið eftir úrræðinu. Þær eru bókstaflega á götunni í vetrar- og frosthörkunni sem fylgir þessum árstíma. Fögur fyrirheit koma því miður ekki skjóli yfir þennan hóp, það gera einungis raunverulegar aðgerðir. Ég er bjartsýn á að unnið verði úr tillögunni eins og við sjálfstæðismenn lögðum upp með, en það mun því miður taka lengri tíma en ég gerði mér vonir um,“ segir Ragnhildur Alda María.

„Neyðarhúsið í Skipholti hafði þá sérstöðu umfram önnur hefðbundin neyðarskýli að vera herbergjagisting. Þar voru konur með sitt eigið herbergi þar sem öryggi þeirra var tryggt og þær gátu haft eigur sínar í friði. Þá höfðu þær einnig sér baðherbergi. Neyðarhúsið var jafnframt opið allan sólarhringinn vegna aðstæðna og því höfðu konurnar meiri stjórn á því hvernig þær  ráðstöfuðu degi sínum en ella,“ segir í greinargerð með tillögunni.

Enn fremur segir í greinargerðinni að aðsókn í úrræðið hafi verið „mikil og var það upplifun starfsfólks að herbergjagistingar fyrirkomulagið reyndist þjónustuþegum betur en hið hefðbundna neyðarskýli. Þá sérstaklega til að aðlaga sig aftur að sjálfstæðri búsetu. Einnig væru þjónustuþegarnir sjálfir ánægðari með þetta fyrirkomulag og þætti það valdeflandi. Mikil þekkingaröflun átti sér stað með tilkomu þessa þjónustuúrræðis. Þessi þekking kann að reynast mikilvæg til að þróa og bæta enn frekar þjónustan við þennan hóp í framtíðinni.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: