- Advertisement -

Fólkið, ríkisstjórnin og sérhagsmunirnir

Þorsteinn Pálsson skrifar í Fréttablað dagsins. Hann er fínn í dag. Grein hans byrjar svona:

„Það er fremur súrt í broti fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að koma á þessum þjóðhátíðardegi fram fyrir þjóðina og skýra hvers vegna fjögurra ára vinna við áfangaskipta endurskoðun stjórnarskrárinnar undir hennar forystu fór út um þúfur. Undirbúningurinn var góður og Alþingi hafði nægan tíma. Að auki fékk almenningur að segja álit sitt í sérstakri rökræðukönnun.“

Þetta er hárrétt. Vinstri græn munu finna eitt og annað til að afsaka ósigur Katrínar eða réttlæta.

Síðar í greininni skrifar Þorsteinn:

„En það var líka efnislegur ágreiningur, einkum um eitt grundvallaratriði. Fyrir síðustu kosningar boðuðu sex flokkar að nýtingarréttur auðlinda í þjóðareign skyldi vera tímabundinn. Þeir fengu tvo þriðju atkvæða. Framsókn og VG féllu frá þessari stefnu til að koma til móts við samstarfsflokkinn. Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking og Viðreisn hvikuðu hins vegar ekki frá henni.“

Svo kemur góð stunga:

„Á endanum virðast ríkisstjórnarflokkarnir ekki hafa treyst kjósendum til að fylgja sérhagsmunalínunni. Um leið voru kjósendur sviptir tækifæri til að gera út um mál, sem fyrir löngu er komið á tíma.“

Hver efast um að þetta sér rétt hjá Þorsteini?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: